Ákveðið hefur verið að simahulstur.is hætti að bjóða upp á Póstkröfu sem greiðslu- og sendingamöguleika.  Það má segja að póstkrafan sé orðin barn síns tíma þar sem möguleikar til greiðslu á vöru og þjónustu í netverslun hafa aldrei verið öruggari og einfaldari en nú. Kostnaður við póstkröfur í dag er orðin í of háu hlutfalli við verðbil þeirrar vöru er við bjóðum og þá samræmist framkvæmd og eftirfylgni með póstkröfu ekki almennum netverslunarkerfum. Er þetta því gert til einföldunnar og hagræðingar.  Hlutfall þeirra er kusu að greiða og senda með þessum hætti var um 5% á s.l. ári. Þeim er þá bent á að hægt er panta og greiða fyrir vörur með millifærslu, og komast þannig hjá þeim aukakosnaði póstkrafan hafði í för með sér.  Samhliða þessu var skilmálum breytt og þeir að hluta til uppfærðir, sér í lagi kafla um Afhentingu vöru þar sem greint er betur og ýtarlegra frá afgreiðslu og afhentingatíma pantana.  Nú geta viðskiptavinir einnig valið hvort þeir vilji Rekjanlega sendingu. Kosnaður við slíkt er kr. 1.280.- (samkv. gjaldskrá Ísl.póst) og bætist við vöruverð.  Símahulstur.is vil nota tækifærið og þakka fyrir viðskiptin á liðnu ári.    

Tafir vegna sumaleyfa.

  • Skrifað : 07 09, 2019
Vegna sumarleyfa starfsmanna má búast við einhverjum töfum á afgreiðslu.  Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar ef svo ber undir. Sumarið er tíminn.

Nýir eigendur

  • Skrifað : 02 27, 2019
Simahulstur.is hefur skipt um eigendur.   Það er Omnis Verslun Akranesi sem hefur tekið við reksri vefverslunarinnar.   Omnis Verslun einsetur sér að halda áfram með breiða og góða vörulínu í hulstrum og aukahlutum fyrir sem flestar gerðir farsíma líkt og verið hefur.  Búast má við að útlit og virkni síðunar taki einhverjum breitingum þegar fram í sækir.  

Tafir vegna fluttninga

  • Skrifað : 09 13, 2018
Vegna fluttninga simahulstur.is gætu orðið örlittlar tafir á afgreiðslu pantana. Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir afsökunar ef svo ber undir.

Pantanir

  • Skrifað : 04 17, 2017
 Allar pantanir sem berast á milli 17-21 Apríl fara á pósthús  24 Apríl kv simahulstur.is