Persónuverndarstefna

Viðskiptavinir okkar verða að geta treyst fyrirtækinu fyrir persónuupplýsingum þegar þeir nota þjónustu fyrirtækisins. Við tökum hlutverk okkar alvarlega og leggjum því ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar þínar eftir því sem best verður á kosið. Með Persónuverndarstefnu þessari viljum við gera þér grein fyrir hvernig söfnun, geymslu og vinnslu upplýsinga er háttað. Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki.

Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Til að geta veitt þér þjónustu þurfum við að móttaka ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer eða viðskiptasögu. Við gætum einnig þurft að spyrja um frekari upplýsingar varðandi sérstakar óskir þínar eða þarfir tengdar þeirri þjónustu sem veitt er. Upplýsingar um viðskipti þín, svo sem tegund þjónustu, vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu og önnur atriði sem tengjast reikningagerð eru líka vistaðar.

Við tökum á móti upplýsingum ýmist á sölustað eða í vefverslun okkar. Öll gögn eru vistuð í bókhaldkerfum eða vefsölukerfum hjá viðurkenndum rekstraraðilum.

Við notum þessi gögn aðeins til að veita þér umbeðna þjónustu eða nauðsynlegar upplýsingar um þina sölusögu, til að geta gefið út reikninga vegna veittrar þjónustu, við lausn deilumála, til að bæta tjón eða til að koma í veg fyrir ólögmæta háttsemi eða misnotkun. Með samþykki þínu kunnum við einnig að nota almennt upplýsingar til markaðsrannsókna, svo sem með gerð persónusniðmáts, í því skyni að geta veitt upplýsingar um þær vörur okkar og þjónustu sem henta þér best og sniðið tilboð að þínum þörfum.

Veiting upplýsinga til þriðja aðila

Í vissum tilvikum kunnum við að veita þriðju aðilum upplýsingar um þig til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu, til dæmis vegna vörudreifingar og sendinga. Þar að auki í tilfellum þar sem að félaginu er það skylt samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða dómsúrskurði til eftirlitsyfirvalda. Dæmi um slíka miðlun er afhending persónuupplýsinga til eftirlitsyfirvalds, s.s. Fjármálaeftirlitsins, Ríkisskattstjóra eða lögreglu á grundvelli dómsúrskurðar eða lögmætrar beiðni.

Verði vanskil af þinni hálfu í reikningviðskiptum kunnum við að veita fyrirtækjum eins og Creditinfo upplýsingar um vanskilin. Ef nauðsynlegt reynist að fela þriðja aðila innheimtu vangoldinna reikninga afhendum við innheimtuaðila þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að reka slíkt mál. 

Þriðja aðila eru ekki veittar eða seldar persónuupplýsingar þess utan og í örðum tilgangi en nefdur er hér að ofan. 

Persónuvernd á vefsíðum okkar

Allir geta heimsótt og skoðað vefsíður okkar án þess að skrá þurfi inn persónuupplýsingar. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar skráum við upplýsingar um tenginguna, þ.e. IP-tölu, tegund vafra, tegund tækja og hvaða síður þú skoðar. Þessar upplýsingar notum við eingöngu í tölfræðilegum tilgangi til að bæta gæði vefsíðna og þjónustu.

Það kann að vera að vefkerfi sem við noti vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðum félagsins. Gerir þetta okkur kleift að hanna vefsíður okkar þannig að þær gagnist þér sem best. 

Póstlistar/auglýsingar eru ekki sendar á v.v. nema að fengnu samþykki þeirra.

Þinn réttur – Þitt val

Þú hefur alltaf heimild til að fá aðgang að þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur, óska eftir leiðréttingu, breytingum eða eyðingu gagna eftir því sem við á. Þú getur stjórnað notkun persónuupplýsinga í markaðslegum tilgangi á hverjum tíma.  

Hvernig getur þú tilkynnt um atvik?

Ef þú telur að persónuupplýsingunum þínum hafi verið stefnt í hættu óskum við eftir því að fá upplýsingar um það sendar á netfangið [email protected]

Einnig er hægt að tilkynna atvik til eftirlitsstofnanna. Persónuvernd fer með eftirlit með meðferð persónuupplýsinga og Póst- og fjarskiptastofnun fer með eftirlit með meðferð póstdreifingar. Hægt er að beina kvörtunum til þessara stofnanna ef grunur leikur á um að brotið hafi verið gegn fyrirmælum laga og reglna.

Breytingar á stefnunni

Persónuverndarstefna þessi kann að taka breytingum vegna nýrra lagafyrirmæla eða túlkunar eftirlitsstofnanna á framkvæmd laga um persónuvernd. 

Shopping Cart
Scroll to Top