Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan

Simahulstur.is / Omnis verslun Akranesi ehf. – Dalbraut 1 – 300 Akranes – [email protected]  kt. 640215-0540  Vsknr. 119470

Simahulstur.is er lén og vörumerki í eigu og á vegum Omnis Verslunar Akranesi ehf.

Omnis Verslun Akranesi (hér eftir kallað seljandi) áskilur sér rétt til að hætta við og kalla til baka sölu eða pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga á heimasíðu, ef hætt hefur verið að bjóða upp á vörutegund án fyrirvara eða af öðrum ótöldum ástæðum. Seljandi áskilur sér rétt til að staðfesta pantanir símleiðis.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti.

Kostnaður við sendingargjöld er mismunandi eftir sendingarmöguleikum. Sendingargjöld eru að hluta til niðurgreidd af simahulstur.is. Sendingargjöld og -möguleikar eru bein tengd við póststoð Íslandspósts og taka því sjálvirkum breytingum t.d. eftir póstnúmerum og þjónustu Íslandspósts í hverjum landshluta fyrir sig, sem og eftir breytingum er kunnu að verða á þjónustu og skilmálum Íslandspósts almennt. Á sama hátt geta sendingargjöld tekið breytingum samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni. Í boði er frí heimsending nema annað komi fram í lýsingu á vöru eða sendingarmöguleika.

Afhending vöru

Pantanir sem gerðar eru fyrir hádegi eru að jafnaði afgreiddar samdægurs. Pantanir gerðar eru rétt fyrir eða eftir hádegi eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun.

Pantanir eru sóttar af fulltrúa Íslandspósts á hádegi og póstlagðar í kjölfarið samkvæmt þeim sendingarmöguleika er valin var eða þeim möguleika er var í boði.

Samkvæmt gjaldskrá og skilmálum Íslandspósts dreifir Íslandspóstur sendingum innan þriggja virkra-daga frá póstlagningardegi.  Athugið! – Geta því liðið allt að 4 virkir daga frá pöntun að afhentingu.
Afhentingartími getur farið eftir sendingarmöguleika og þeim forgangi sem hver og einn möguleiki hefur hjá dreyfingaraðila sem og því þjónustustigi sem er í boði á móttökustað. Simahaulstur.is getur aðeins vísað til afhentingartíma í skilmálum dreyfingaraðila en mun engu að síður reyna eftir fremsta megni að að gefa raunsærri mynd af afhentingatíma með upplýsingagjöf á heimasíðu. Því skal einnig haldið til haga að simahulstur.is er staðsett á Akranesi sem gæti komið til áhrifa á afhentingartíma sé tekið tillit til t.d. veðurfars og færðar og/eða árstíðar og helgidaga.

Um sendingar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunar.  Samkvæmt þessu ber simahulstur.is enga ábyrgð á töfum á afhentingu, týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi frá því að hún er afhent dreyfingaraðila.
Á þetta einnig við um fría heimsendingu þegar sent er Almennt órekjanlegt bréf en í skilmálum Íslandspósts um almenn bréf segir að ekki séu greiddar skaðabætur fyrir almennan bréfapóst, hvorki af tjóni, afleiddu tjóni né seinkun. Þetta þýðir að almennt órekjanlegt bréf er alfarið á ábyrgð viðtakanda eftir að simahulstur.is hefur komið þeim í hendur dreyfingaraðila. Í öllum tilfellum þegar kaupandi velur að greiða sérstaklega fyrir sendingu er hún rekjanleg og þá í ábyrgð dreyfingaraðila þannig að ef pakki týnist eða skemmist í meðförum Íslandspósts getur sendandi (í umboði kaupanda) krafist skaðabóta allt að 22.500 kr. Engu að síður tekur Íslandspóstur ekki ábyrgð á óbeinu tjóni sem verður vegna seinkunar á afhendingu.  Í samræmi við 42. gr. laga 75/1997 áskilur seljandi sér eignarrétt seldrar vöru þar til kaupverð hefur verið að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka með vísan til 4. til 38. gr. sömu laga.

Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skipta- eða skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun á sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu og óskemmdu umbúðum. Þessi skilaréttur á ekki við um tilboðs-, útsölu- eða sérpöntunarvöru.  Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Í þessum tilvikum áskilur seljandi sér rétt til að gefa út inneignarnótu í stað endurgreiðslu. Kaupandi vörunar skal sjálfur bera kostnað af flutnings- og póstburðargjöldum við endursendingu á vöru til seljanda. Endursendi kaupandi skilavöru á kosnað seljanda áskilur seljandi sér rétt til þess að draga sendingarkosnað frá endurgreiðslu.

Gölluð vara eða röng afhenting
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í stað þeirra gölluðu. Kaupandi vörunar verður að geta sýnt seljanda fram á að vara sé sannlega gölluð þá annað hvort með að sýna vöruna á mynd eða með því að endursenda vöruna. Seljandi greiðir fluttningkosnað í tilvikum sem þessum.  Sé um gallaða vöru að ræða getur kaupandi krafist endurgreiðslu vörunar. Í slíkum tilfellum áskilur seljandi sér rétt til að fá vöru endursenda áður en sú endurgreiðsla fer fram.

Að öðru leiti vísast til kaupa einstaklinga í lögum um neytendakaup nr.48/2003 og kaupa lögaðila í lögum um lausafjákaup nr.50/2000 þar sem ákvæðum þessara skilmála, samninga eða viðskiptavenju milli aðila sleppir.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Með samþykki þínu kunnum við að nota persónuupplýsingar og viðskiptasögu til eftirfylgni með sendum pöntunum, til eigin markaðsrannsókna til að koma á framfæri eigin markaðsskilaboðum sem og til að veita ívilnanir eða sérkjör vegna viðskiptasögu. Upplýsingar kunnu að vera afhentar þriðja aðila vegna vörusendingar, innheimtu, vanskila eða vanefnda. Upplýsingar verða ekki undir neinum örðum kringumstæðum seldar eða afhentar þriðja aðila nema félaginu sé það skylt samkvæmt úrskurði eða lögmætrar beiðni eftirlitsyfirvalds.

Vefsíða þessi notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni og í netverslunni fyrir notendur sem og til að afla gagna og vinna úr í markaðslegum tilgangi til að ná til notenda og viðskiptavina simahulstur.is með tilbúnu markaðsefni frá simahulstur.is. Með þvi að koma að og halda áfram notkun síðunnar samþykkja notendur og viðskiptavinir nokun á vafrakökum líkt og kemur fram í skilaboðum á vefborða við fyrstu innkomu á síðuna. Þeir sem hafna notkun á vafrakökum verða því að leita eitthvað annað. Athugð að ef notandi hefur lokað vefborðanum er ekki víst að hann birtist aftur á sömu IP tölu. 

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Shopping Cart
Scroll to Top